Nordatlantens Brygge

Strandgade 91, København K

Freitag 21. Februar 2025, 20-22.30.



Vorträge

X-factor, Nashville og bakrödd fyrir AQUA: LIVE podcast-spjall við Önnu Hansen

Anna Hansen er lagahöfundur og söngkona sem hefur komið víða við á undanförnum árum. Föstudaginn 21. febrúar gefst FKA-DK konum tækifæri á að upplifa hana í LIVE-hlaðvarpsviðtali við Ástu Stefánsdóttur.

Ferill Önnu hófst í keppninni The Voice 2012, þar sem hún heillaði Dani í gegnum sjónvarpsskjáinn. Hún lauk svo söngnámi hjá Complete Vocal Institute, starfaði sem raddþjálfari á bak við X-factor tjöldin, samdi tónlist fyrir Netflixþátt og túraði með danska soul/poppsöngvaranum Jakob Sveistrup. Á liðnu ári hefur ferill Önnu náð nýjum hæðum þar sem hún starfar nú og túrar sem bakraddasöngkona fyrir dönsku stórsveitina AQUA. Samhliða þessu hefur Anna verið að vinna að sólóferli sínum, en hér hefur hún verið að semja lög með fólki frá Nashville. Anna mun segja frá lífi sínu og starfi, og hvernig það er að hasla sér völl sem söngkona í landi þar sem tengslanetið er víðs fjarri. Við munum auðvitað líka fá að heyra eitt og annað frá túrunum með AQUA, og að lokum bregður Anna upp gítarnum og leikur fyrir okkur nokkur frumsamin lög.
Damerne Først! er hlaðvarp FKADK. Síðan 2021 hafa íslenskar konur sem hafa náð langt í sínu fagi frætt hlustendur um líf sitt, störf og áhugamál, og hvernig þeim tókst að fóta sig í nýju starfsumhverfi langt frá heimahögum. Þættirnir eru orðnir 30 talsins.Þetta kvöld verður fyrsta hlaðvarp í nýrri seríu tekið upp LIVE fyrir framan áhorfendur. Húsið og barinn eru opin frá kl.19.00 Dagskrá hefst kl 20.00.Að loknu spjalli verður networking og barinn er opinn til 23.00

Hér getur þú hlustað á aðra þætti úr hlaðvarpinu Damerne Først!: https://open.spotify.com/show/4jaWY2htNGzs8pZ2ibmGCm.

Eintritt: 150 kr

Eintrittskarten kaufen/bestellen