Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku fagnar framúrskarandi fyrirmyndum með ráðstefnu í Kaupmannahöfn, laugardaginn 26. október. Ráðstefnan, sem er tvíæringur, ber nafnið Forystukonur - seigla og sigrar.
Þetta er mikilvægur liður í starfi félagsins, en með ráðstefnunni er lögð áhersla á að veita innblástur og að efla tengslamyndun íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og á Íslandi.
Fyrirlesarar í ár eru allt áhrifakonur í atvinnulífinu; konur sem hafa leitt veginn með þrautsegju og þekkingu hver á sínu sviði.
Gerður Arinbjarnardóttir, stofnandi og forstjóri BLUSH
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri ÖLDU
Fida Abu Libdeh, stofnandi og forstjóri GEOSILICA ICELAND
Guðný Lára Árnadóttir, verkefnastjóri hjá MOON
Umfram fyrirlestra verður boðið upp á stutta hugleiðslu undir leiðsögn Karítas Einarsdóttur, KARITAS FLOW og dagskrá ráðstefnunnar lýkur með örtónleikum í boði listakonunar og tónskáldsins Katrínar Helgu Ólafsdóttur, K.ÓLA. Að lokinni ráðstefnu verður slegið upp veislu þar sem góðum degi verður fagnað með mat og drykk.
Verð fyrir ráðstefnu 450 DKK
(léttur morgunverður, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi innifalið).Verð fyrir ráðstefnu og kvöldverð 650 DKK (umfram það sem er innifalið í ráðstefnumiðanum verður boðið upp á Sushi og léttvín/drykki).Sunnudaginn 27. október kl. 11.00 verður boðið upp á göngu um Íslendingaslóðir í gamla miðaldabæ Kaupmannahafnar, eða svokallað "þynnkuþramm". Ásta Stefánsdóttir (FERÐIR UM KBH) annast leiðsögnina sem tekur um 2 klst og verður með léttum blæ fyrir þreyttar sálir. Verð 100 DKK.
Ath. aðeins 100 miðar í boði
Icelandair styrkir þennan viðburð.
Þetta er mikilvægur liður í starfi félagsins, en með ráðstefnunni er lögð áhersla á að veita innblástur og að efla tengslamyndun íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og á Íslandi.
Fyrirlesarar í ár eru allt áhrifakonur í atvinnulífinu; konur sem hafa leitt veginn með þrautsegju og þekkingu hver á sínu sviði.
Gerður Arinbjarnardóttir, stofnandi og forstjóri BLUSH
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri ÖLDU
Fida Abu Libdeh, stofnandi og forstjóri GEOSILICA ICELAND
Guðný Lára Árnadóttir, verkefnastjóri hjá MOON
Umfram fyrirlestra verður boðið upp á stutta hugleiðslu undir leiðsögn Karítas Einarsdóttur, KARITAS FLOW og dagskrá ráðstefnunnar lýkur með örtónleikum í boði listakonunar og tónskáldsins Katrínar Helgu Ólafsdóttur, K.ÓLA. Að lokinni ráðstefnu verður slegið upp veislu þar sem góðum degi verður fagnað með mat og drykk.
Verð fyrir ráðstefnu 450 DKK
(léttur morgunverður, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi innifalið).Verð fyrir ráðstefnu og kvöldverð 650 DKK (umfram það sem er innifalið í ráðstefnumiðanum verður boðið upp á Sushi og léttvín/drykki).Sunnudaginn 27. október kl. 11.00 verður boðið upp á göngu um Íslendingaslóðir í gamla miðaldabæ Kaupmannahafnar, eða svokallað "þynnkuþramm". Ásta Stefánsdóttir (FERÐIR UM KBH) annast leiðsögnina sem tekur um 2 klst og verður með léttum blæ fyrir þreyttar sálir. Verð 100 DKK.
Ath. aðeins 100 miðar í boði
Icelandair styrkir þennan viðburð.
Entrance fee: 450 DKK